Cacao Duft, 227gr, Lífrænt, Hrátt
2.490 kr.Ávöxtur cacao trésins inniheldur litla baun sem er uppruni alls súkkulaðis í heiminum. Cacao duft, í sínu náttúrulega formi, er magnað ofurfæði. Cacao er stútfullt af næringarefnum og kölluðu til að mynda Astekarnir og Mayarnir fæðuna „food of the gods“ eða fæða guðanna.
Cacao duftið frá Sunfood kemur frá sérvöldum lífrænum kakóbaunum í Perú og er unnið við eins lítinn hita og mögulegt er. Baunirnar eru kaldpressaðar sem gerir það að verkum að öll næringarefni þessa magnaða ofurfæðis halda sér í sinni hreinustu mynd.