Supergreens, 90 Hylki (620mg), Lífrænt, Hrátt

4.990 kr.

Supergreens hylkin eru 100% hrá, dínamísk, lífræn formúla sem inniheldur 19 ótrúlegar, grænar ofurfæður. Blandan er samansafn af hinum ýmsu jurtum, grösum, grænmeti og sjávarþangi. Supergreens blandan inniheldur einnig frábært samansafn af meltingarensímum og meltingargerlum sem hjálpa til við að halda meltingarveginum í góðum horfum.

Supergreens hylkin frá Sunfood eru ótrúlega nærandi og trúum við því statt og stöðugt að þau eigi sér engar hliðstæður og séu ein þau hreinustu og mögnuðustu sem völ er á!

Uppselt! Kemur innan skamms

Lýsing

Innihald: Spirulina powder*,  chlorella powder*, whole leaf wheat grass*, nettle leaf powder*, burdock root*, alfaalfa leaf*, whole leaf barley grass*, barley grass juice powder*, broccoli powder*, nopal cactus powder*, dandelion leaf*, kale powder*, oat grass juice powder*, parsley leaf powder*, horsetail*, spinach powder*, kelp powder, dulse powder*, ginger root*. *lífrænt vottað

Probiotic complex (meltingargerlar): Lactobacillus acidophilus, lactobacillus casei, bifidobacterium bifidum, bifidobacterium lactis.

Enzyme Complex (meltingarensím): Papain (from papaya), bromelain (from pineapple), vegetarian pepsin.

Gæðastimplar: Lífrænt, Hrátt, Vegan, Glútenfrítt, CCOF, Non-GMO

Notkun: Takið 2-4 hylki á dag með vatnsglasi eða mat.

Upprunaland: Bandaríkin

 

5 heilsubætandi áhrif Supergreens:

 1. Stútfull af vítamínum, steinefnum og annarri næringu
  Það er erfitt að finna jafn hreina og næringarríka blöndu og Supergreens blönduna frá Sunfood. Blandan inniheldur nær öll þau næringarefni sem finnast í náttúrunni ásamt mögnuðum meltingarensímum og meltingargerlum sem hafa frábær áhrif á meltingarveginn.
 2. Hefur frábær áhrif á meltingarveginn
  Supergreens blandan frá Sunfood inniheldur frábær meltingarensím og meltingargerla sem koma jafnvægi á meltingarveginn. Meltingarensímin í blöndunni hjálpa líkamanum við það að brjóta niður fæðu í meltingarveginum. Efni eins og glúten, casein, laktósi, sykur, slæm fita og prótein geta reynst illviðráðanleg í meltingarveginum og þar af leiðandi draga þessi efni úr nauðsynlegum magasýrum. Þessvegna er mikilvægt að innbyrgða heilbrigð meltingarensím til að sporna við þessu vandamáli fólks. Blandan inniheldur einnig frábæra meltingargerla sem hjálpa til við að koma réttu jafnvægi á magaflóruna með því að auka magn góðgerla á kostnað þeirra slæmu.
 3. Yngir líkamann
  Almennt er talið að því meira af grænni fæðu sem þú innbyrgðir, því hægar eldist líkaminn. Andoxunarefni og önnur næringarefni í blöndunni veita líkamanum alla þá næringu sem hann þarfnast til þess að hafa jákvæð áhrif á bólgur, húð, heilasellur, meltingu og andlega líðan. Í sameiningu hjálpar blandan líkamanum að líða og líta út fyrir að vera yngri!
 4. Vörn gegn óæskilegum efnum
  Óæskileg eiturefni eru að finna allt í kringum okkur í hinu daglega lífi. Slæm efni finnast í matvælum, snyrtivörum og einnig í andrúmsloftinu. Þess vegna er mikilvægt að innbyrða rétta fæðu sem hjálpar líkamanum að verja sig og losa sig við þessi efni þannig að þau hafi sem minnst áhrif. Supergreens blandan er stútfull af andoxunarefnum og öðrum efnum á borð við chlorophyl sem vinna á fullum hraða við að hreinsa og vernda líkamann fyrir efnum sem hafa skaðleg áhrif á hann. Supergreens blandan nærir og verndar frumur líkamans og glæðir þær nýju lífi.
 5. Eykur fitubrennslu og hraðar efnaskipti líkamans
  Supergreens blandan er há í næringarefnum á borð við járn og trefjar sem hafa náttúrulega jákvæð áhrif á efnaskipti líkamans. Blandan inniheldur einnig efni sem halda rauðu blóðkornunum í heilbrigðu jafnvægi sem eykur þar af leiðandi blóðflæði í líkamanum. Blandan inniheldur þannig næringarefni sem hjálpa til við að auka efnið nitric oxide í líkamanum en efnið er lykilþáttur í því að bæta blóðflæði og auka fitubrennslu líkamans á náttúrulegan hátt.