Superfood Smoothie Mix, 1kg, Lífrænt

6.990 kr.

Ljúffengt og pakkað næringarefnum, Superfood Smoothie Mix blandan er auðveld og fljótleg leið til að byrja daginn af krafti!

Brúna hrísgrjónapróteinið og chia duftið eru hlaðin náttúrulegum og góðum próteinum. Cacoa, maqui, acai, camu camu og goji berin gefa þessu dufti ótrúlega gott bragð ásamt öllum þeim vítamínum og járni sem þau gefa þér. Lucuma, vanilla og banana duftin bæta svo við trefjum og bragðbæta þessa blöndu ennþá meira. Maca duftið eykur orku og þol líkamans og er því tilvalið fyrir íþróttafólk.

Superfood Smoothie Mix-ið frá Sunfood er 100% lífrænt og er kaldpressað til þess að varðveita næringarefnin sem best. Þessi dínamíska blanda inniheldur engin aukaefni, aðeins 100% hreinar ofurfæður!

Uppselt! Kemur innan skamms

Lýsing

Innihald: Brúnt hrísgjónaprótein*, chia duft*, lucuma duft*, kókospálmasykur*, maqui duft*, goji duft*, maca duft*, acai duft*, banana duft*, cacao duft*, camu camu duft*, bleikt himalayan salt*, vanilla duft*. *Lífrænt vottað.

Öll innihaldsefnin eru hrá nema kókossykurinn og acai duftið.

Gæðastimplar: Lífrænt, Non-GMO, CCOF, Kosher, Vegan, Glútenlaust

Notkun: Einn skammtur af Superfood Smoothie Mix ofan í blandarann ásamt 100-200ml af Kókos eða möndlumjólk, ávöxtur að þínu vali, lúka af klaka og njóttu!

Upprunaland: Bandaríkin.

5 heilsubætandi áhrif Superfood Smoothie Mix

 1. Stuðlar að heilbrigðu þyngdartapi
  Brúnt hrísgrjónaprótein er talið sérlega öflugt fyrir fólk sem vill auka fitubrennsluna hjá sér og þannig létta sig. Mikið er um að fólk sem vill létta sig ná ekki tilætluðum árangri vegna þess að það klikkar á því að borða nægilegt magn af próteinum. Brúna hrísgrjónapróteinið frá Sunfood inniheldur lífvirk peptíð en það er efni sem er talið sérlega öflugt í líkamanum og getur stuðlað að heilbrigðu þyngdartapi.
 1. Styrkir vöðva
  Brúna hrísgrjónapróteinið í Smoothie Mixinu inniheldur hátt magn próteina auk þess að innihalda fjöldann allan af amínósýrum en þar á meðal eru þær 9 lífsnauðsynlegu amínósýrur sem líkaminn þarfnast í gegnum fæðuna. Þessar amínósýrur, í bland við næringu próteinsins, gera það að verkum að próteinið er tilvalið til þess að byggja upp, og viðhalda vöðvamassa.
 1. Minnkar bólgur
  Allstaðar í heiminum á fólk í erfiðleikum með bólgusjúkdóma, allt frá sykursýki til liðargigtar. Þó margir snúi sér á lyfseðilsskyld lyf til að meðhöndla kvilla þeirra, þá eru aðrir sem fara náttúrulegu leiðina og kjósa margir þeirra til að mynda acai- og maqui- og camu camu berin. Það gífurlega magn andoxunarefna sem finnst í berjunum eru fullkomin lausn til að draga úr bólgum sem fylgja bólgusjúkdómum og eru berin án þeirra skaðlegu aukaverkana sem lyfseðilsskyld lyf bera gjarnan með sér.
 1. Eykur orku og bætir skap
  Í Smoothie Mix blöndunni er til að mynda maca duft. Þeir sem reglulega neyta maca tala um að þeir hafa meiri orku, séu meira vakandi og yfirleitt í betra skapi. Þessi áhrif koma fljótt í ljós eftir að fólk byrjar að nota maca. Maca hefur með þessu jákvæð áhrif á adrenal hormóna líkamans sem hjálpar til við betri líðan og aukið sjálfstraust.
 1. Næringarsprengja!
  Í öllum þeim fjölda efna sem þessi blanda inniheldur eru ennþá fleiri næringarefni sem eru líkama þínum gríðarlega mikilvæg. A- c- d- og b- vítamín, yfir 19 mismunandi og lífsnauðsynlegar aminosýrur eru til að mynda meðal þeirra næringarefna sem þú finnur í Smoothie Mixinu, auk hollrar fitu, próteins, trefja, og steinefna!