Super Probiotics (Meltingargerlar), 50 Billion CFU, 30 Hylki

3.990 kr.

Alhliða og breiðvirk blanda af meltingargerlum sem inniheldur 50 milljarða af lifandi gerlum úr 8 mismunandi tegundum gerla. Ólíkt fjölmörgum öðrum tegundum meltingargerla þá inniheldur Super Probiotics blandan sýruþolin hylki sem tryggja þannig að gerlarnir skili sér í þarmana óáreittir. Super Probiotics blandan er hönnuð til þess að hjálpa likamanum að koma meltingarflórunni í gott jafnvægi með því að auka góðu gerlana á kostnað þeirra slæmu.

Super Probiotics gerlarnir frá Sunfood eru hágæða meltingargerlar sem stuðla að heilbrigðri meltingarflóru.

Uppselt! Kemur innan skamms

Vöruflokkur:

Lýsing

Innihald: Lactobacillus Acidophilus (10 billion), Lactobacillus Casei (10 billion), Lactobacillus Plantarum (10 billion), Lactobacillus Rhamnosus (2.5 billion), Bidobacterium Bidum (2.5 Billion), Bidobacterium Breve (2.5 Billion), Bidobacterium Infantis (10 Billion), Bidobacterium Longum (2.5 Billion).
Önnur innihaldsefni: Vegetable capsules (grænmetishylki)

Gæðastimplar: Vegan, Glútenfrítt, Non-GMO

Notkun: Takið 2 hylki einu sinni á dag í 15 daga á tóman maga. Takið svo pásu í 15 daga í kjölfarið til þess að leyfa meltingarflórunni að ná jafnvægi á náttúrulegan hátt.

Upprunaland: Bandaríkin

 

5 heilsubætandi áhrif Super Probiotics:

 1. Hefur frábær áhrif á meltingarveginn
  Meltingargerlar hafa góð áhrif á allt sem við kemur meltingu líkamans. Meltingargerlar hjálpa til við hægðartregðu, óþægindi í þörmum og auka góðu gerlana í meltingarveginum sem hjálpa til við að koma réttu jafnvægi á magaflóruna með því að auka magn góðgerla á kostnað þeirra slæmu.
 2. Eykur upptöku næringarefna
  Meltingargerlar hjálpa líkamanum við að taka upp næringarefnin sem við fáum úr fæðunni. Slæm magaflóra getur valdið því að líkaminn nái ekki að nýta sér þau næringarefni sem hann innbyrðir sem getur haft slæmar afleiðingar fyrir allan líkamann í heild sinni.
 3. Bætir húðina til muna
  Húðin og magaflóran haldast hönd í hönd. Meltingargerlar hjálpa til við að koma jafnvægi á magaflóruna og minnka þannig bólgur líkamans, þannig nýtur húðin svo sannarlega góðs af því.
 4. Styrkir ónæmiskerfið í heild sinni
  Heilbrigð magaflóra stuðlar að bættri líkamsstarfsemi. Magaflóran hefur bein tengsl við hluti eins og blóðþrýsting, kólesteról, nýrnastarfsemi og virkni heilans. Þegar ójafnvægi er í magaflórunni og slæmu gerlarnir ráða ríkjum getur það valdið fjölmörgum kvillum út frá sér. Með því að innbyrgða góðgerla hjálpar þú líkamanum að koma jafnvægi á magaflóruna sem stuðlar að því að minna af eiturefnum komast inn í blóðrásina og líkaminn í heild sinni nýtur góðs af.
 5. Bætir andlega heilsu
  Hefur þú heyrt um tenginguna milli magans og heilans? Það er ekki bara orðatiltæki að fá „fiðrildi í magann“. Það er þekkt tenging milli magaflórunnar og heilans og því er talið að góð meltingarflóra stuðli að andlegri vellíðan. Að innbyrða meltingargerla getur því bætt kvilla eins og þunglyndi, kvíða og áráttuþráhyggju til muna.