Spírulína/Klórella Töflur, 113gr, Hrátt

2.990 kr.

Spírulína/Klórella töflurnar okkar eru 50/50 blanda af tveim mjög öflugum, chlorophyll- og próteinríkum sjávarþörungum. Saman innihalda þær yfir 150 næringarefni. Þessir tveir sjávarþörungar virka fullkomlega saman en þeir innihalda verulega hátt magn af andoxunarefnum og öðrum bólgueyðandi efnum sem vinna saman að því að hreinsa og næra líkamann.

Spírulína/Klórella blandan frá Sunfood er kaldpressuð og án allra bindiefna og annarra aukaefna. Þörungarnir í Sunfood blöndunni eru frá hreinustu uppsprettu jarðar í Suður Kóreu og Taiwan. Þrátt fyrir að Sunfood sé ekki ennþá komið með lífræna stimpilinn á þessa blöndu þá er hún samt sem áður lífrænt ræktuð samkvæmt öllum gæðastöðlum.

Á lager

Lýsing

 1. Innihald: Lífrænt spírulína, lífrænt klórella

Notkun: Bættu 3-4 töflum af Spírulína/Klórella blöndunni í hristinginn eða skolaðu niður með vatnsglasi.

Gæðastimplar: Hrátt, Vegan, Glútenfrítt, Non-GMO

Upprunaland: Taiwan og Suður-Kórea

 

5 heilsubætandi áhrif Spírulína/Klórella:

 1. Djúpnærir og hreinsar líkamann
  Fáar fæður í heiminum eru taldar jafn öflugar til þess að losa líkamann við óæskileg efni og þungmálma eins og spírulína og klórella. Það er mjög mikilvægt fyrir líkamann að hreinsa burt slík efni en þau geta haft slæm áhrif á heilsu fólks dag frá degi. Eitt af öflugustu vopnum klórella er að fæðan læsir sig utan um jafnvel erfiðustu eiturefnin og kemur í veg fyrir að þau dreifi sér, áður en þau hreinsa það svo úr líkamanum.
 1. Pumpar upp ónæmiskerfið
  Spírulína og klórella í sameiningu hafa mjög öflug áhrif á frumur líkamans sem stjórna ónæmiskerfinu. Í sameiningu þá næra spírulína og klórella blandan þær frumur sem stjórna ónæmiskerfinu og veita þeim rétt efni til þess að takast á við slæmu frumurnar í líkamanum.
 1. Eykur orku og einbeitingu
  Þegar þú lítur á næringarsamsetninguna í spírulína þá er ekki furða að fólk sem innbyrðir fæðuna reglulega sé almennt orkumeira en aðrir. Spírulína virkar þannig að það leysir úr læðingi ákveðnar sykrur úr frumunum sem auka efniskipti líkamans og gefur líkamanum hressandi vakningu eða „wake up call“. Klórella inniheldur einnig mikið magn af B12 sem er þekkt fyrir að auka orku og einbeitingu.
 1. Minnkar krónísk kvef og stífluð nef
  Spírulína/Klórella blandan er mögnuð í barráttunni við kvef og slímmyndun í nefi. Spírulína er þekkt sem frábært fæði gegn ofnæmi og pirringi í öndunarvegi og er talið minnka kláða, slímmyndun í nefi og hnerra. Klórella hjálpar líkamanum einnig við að losa sig við óþarfa efni í ónæmiskerfinu sem styrkir og bætir heilsu fólks.
 1. Augun glansa með Spírulína/Klórella blöndunni!
  Hefuru heyrt um að gulrætur séu frábærar fyrir augnheilsu? Spírulína og klórella er töluvert öflugra! Spírulína og klórella blandan inniheldur ekki aðeins hátt magn af beta-carotene heldur einnig lutein. Lutein er efni sem skiptir mjög miklu máli fyrir heilsu augnanna en efnið verndar augun, veitir þeim raka og verndar þau gegn útfjólubláum geislum. Hátt lutein magn í augum er tengt við betri augnheilsu, fallegri augu og meiri gljáa og glans.