Rice Prótein, Súkkulaði, 1.2 kg, Lífrænt

5.990 kr.

Ótrúlega bragðgott prótein sem sífellt fleiri eru farnir að nota í staðinn fyrir hin hefbundnu mjólkur og mysuprótein eftir æfingar. Hver skammtur af vegan súkkulaði próteininu okkar inniheldur 17 grömm af próteinum auk þess að innihalda mikið magn af amínósýrum, þar af allar þær 9 lífsnauðsynlegu amínósýrur sem líkaminn þarfnast úr fæðunni. Þetta gerir það að verkum að próteinið er tilvalið til þess að byggja upp vöðvamassa, brenna fitu og auka íþróttagetu fólks.

Sunfood próteinið er unnið úr öllum lögum brúnu hrísgrjónanna og ræktað þannig að það sé sem auðmeltanlegast. Próteinið er svo náttúrulega bragðbætt með lífrænu cacao dufti auk lífræns kókospálmasykurs en saman hentar þetta sérlega vel fyrir fólk sem hefur nýlokið æfingu.

Uppselt! Kemur innan skamms

Lýsing

Innihald: Brúnt hrísgrjóna prótein*, kókospálmasykur*, hrátt cacao duft*

*Lífrænt ræktað

Gæðastimplar: Lífrænt, Vegan, Glútenfrítt, Non-GMO, CCOF, Kosher

Notkun: Frábært prótein eftir æfingar eða sem millimál fyrir fólk sem er vegan eða með mjólkuróþol. Settu 1 skammt af próteininu út í hristinginn, út í vatn, út á grautinn eða í möndlumjólk!

Upprunaland: Bandaríkin

 

5 heilsubætandi áhrif Rice Prótein:

 1. Stuðlar að heilbrigðu þyngdartapi
  Brúnt hrísgrjónaprótein er talið sérlega öflugt fyrir fólk sem vill auka fitubrennsluna hjá sér og þannig létta sig. Mikið er um að fólk sem vill létta sig ná ekki tilætluðum árangri vegna þess að það klikkar á því að borða nægilegt magn af próteinum. Rice próteinið frá Sunfood inniheldur lífvirk peptíð en það er efni sem er talið sérlega öflug í líkamanum og geta stuðlað að heilbrigðu þyngdartapi.
 1. Hjálpar til við að halda blóðsykrinum í jafnvægi
  Í hvert skipti sem þú innbyrðir sykur þá framkallar líkaminn viðbragð sem hefur áhrif á blóðsykurinn. Það er mikilvægt að halda heilbrigðu jafnvægi á blóðsykrinum en brúnt hrísgrjónaprótein hjálpar til við það. Þrátt fyrir að hrísgrjónapróteinið frá Sunfood innihaldi smávægilegt magn af lífrænun kókospálmasykri þá hefur próteinið jákvæð áhrif á blóðsykurinn og hjálpar til við að halda líkamanum í jafnvægi yfir daginn.
 1. Auðmeltanlegt og stuðlar að heilbrigðri meltingu
  Eins og fram kemur hér að ofan þá er hrísgrjónapróteinið frá Sunfood bæði glútenfrítt ásamt því að vera án allra mjólkurvara en það eru algengustu óþolsvaldarnir hjá fólki í dag. Mjög fáir eru með óþol gagnvart brúnu hrísgrjónapróteini og því er próteinið virkilega auðmeltanlegt og stuðlar að heilbrigðri meltingu, án allra ertinga.
 1. Jákvæð áhrif á lifrina
  Brúnt hrísgrjónaprótein er öflugt andoxunarefni. Andoxunarefni hjálpa til við að losa líkamann við óæskileg efni sem komast inn í gegnum slæmt mataræði, andrúmsloft og snyrtivörur. Þessi óæskilegu efni geta haft slæm áhrif á lifrastarfsemi líkamans og því er mikilvægt að innbyrða nóg af næringarríkum og auðmeltanlegum próteinum í bland við andoxunarefni. Andoxunarefnin hjálpa lifrinni að hreinsa sig og losa líkamann í leiðinni við óþarfa efni.
 1. Frábært til að byggja upp vöðvamassa
  Hrísgrjónapróteinið frá Sunfood inniheldur hátt magn próteina auk þess að innihalda fjöldann allan af amínósýrum, þar á meðal þær 9 lífsnauðsynlegu amínósýrur sem líkaminn þarfnast í gegnum fæðuna. Þessar amínósýrur, í bland við næringu próteinsins, gera það að verkum að próteinið er tilvalið til þess að byggja upp, og viðhalda vöðvamassa.