Lýsing
Innihald: 100% lífrænt rautt maca duft
Gæðastimplar: Lífrænt, Glútenfrítt, Vegan, Non-GMO, Hrátt, CCOF, Kosher.
Notkun: Settu 1-2 tsk í hristinginn, á grautinn, í eftirréttinn, yfir hneturnar eða í raun í hvað sem þér dettur í hug!
Upprunaland: Perú
5 heilsubætandi áhrif rauðs maca:
- Inniheldur mikið magn af andoxunarefnum
Rautt maca er hlaðið hinum ýmsu andoxunarefnum. Andoxunarefnin hafa gríðarlega jákvæð áhrif á líkamann og stuðla til að mynda að hægari öldrun. Andoxunarefnin hafa einnig mikil bólgueyðandi áhrif á allan líkamann og hjálpa honum að losa sig við óæskileg efni sem koma í líkamann í gegnum slæmt mataræði, mengun og snertingu við slæm efni, til að mynda í snyrtivörum.
- Eykur orku og bætir skap
Þeir sem reglulega neyta maca tala um að þeir hafa meiri orku, séu meira vakandi og yfirleitt í betra skapi. Þessi áhrif koma fljótt í ljós eftir að fólk byrjar að nota maca reglulega. Maca hefur með þessu jákvæð áhrif á adrenal hormón líkamans sem hjálpar til við betri líðan og aukið sjálfstraust.
- Bætir kyngetu og eykur kynhvöt beggja kynja
Maca kemur jafnvægi á hormónaframleiðslu líkamans og getur aukið kyngetu og frjósemi hjá körlum jafnt sem konum. Maca hefur sérstaklega góð áhrif á estrógen framleiðsluna í líkamanum og hjálpar til við að koma jafnvægi á hana, hvort sem hún er of há eða of lág. Maca hefur einnig sýnt fram á jákvæð áhrif á getuleysi hjá bæði konum og körlum.
- Getur haft jákvæð áhrif á bólgur og stækkun blöðruhálskirtils
Blöðruhálskirtillinn finnst aðeins í karlmönnum. Rautt maca inniheldur mikið magn af efninu glucosinolate sem getur haft jákvæð áhrif á bólgur í blöðruhálskirtli. Margir sérfræðingar telja að rautt maca hafi það fram yfir venjulegt maca að geta stuðlað að minnkun blöðruhálskirtils og hjálpað þannig karlmönnum sem eiga við þvagfæravandamál að stríða.
- Gríðarlega næringarríkt
Rautt maca inniheldur gífurlega mikið magn af allskyns næringarefnum. Næringarefni á borð við magnesíum, kalk, potassium, kopar, járn, níasín, b1, b2, b6, ríbóflavín, og c vítamín finnast í maca rótinni. Auk þessara næringarefna inniheldur rautt maca góð prótein, fitu, kolvetni, trefjar og yfir 20 mismunandi og lífsnauðsynlegar amínósýrur.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.