Rauðrófuduft, 227gr, Lífrænt

3.990 kr.

Lífrænar rauðrófur hafa mikla sérstöðu þegar kemur að næringarinnihaldi. Bjarti rauði liturinn kemur frá efninu betacyanins – ónæmisstyrkjandi andoxunarefni sem hjálpar líkamanum að losa sig við eiturefni. Rauðrófur eru þekktar fyrir að hafa hátt gildi af nítrati, sem stuðlar að auknu blóðflæði, meiri orku og betri lifrarstarfsemi.

Líkt og allar vörurnar frá Sunfood þá er rauðrófuduftið eins hreint og það gerist. Duftið er einfaldlega gert með því að mylja þurrkaðar rauðrófur niður í duftform.

Uppselt! Kemur innan skamms

Lýsing

Innihald: 100% lífrænt rauðrófuduft

Gæðastimplar: Lífrænt, Glútenfrítt, Non-GMO, Vegan, CCOF, Kosher

Notkun: Bættu 1-2 tsk af duftinu í boostinn þinn, grautinn eða í vatnsglas!

Upprunaland: Ítalía

 

5 heilsubætandi áhrif rauðrófudufts

 1. Eykur blóðflæði
  Rauðrófur innihalda svokölluð nítröt sem líkaminn breytir í nitric oxide. Nitric oxide hefur æðaútvíkkandi áhrif og eykur blóðflæði til muna.
 1. Eykur kraft og íþróttagetu
  Litla sameindin nítrat, sem finnst í miklu magni í rauðrófum, er þekkt fyrir að hjálpa til við að auka orku og úthald líkamans. Rauðrófur auka þannig súrefnisupptöku líkamans sem er lykilatriði fyrir aukinn kraft og íþróttagetu.
 1. Inniheldur mikið magn af andoxunarefnum
  Rauðrófur eru hlaðnar hinum ýmsu andoxunarefnum. Andoxunarefnin hafa gríðarlega jákvæð áhrif á líkamann og stuðla til að mynda að hægari öldrun. Andoxunarefnin hafa einnig mikil bólgueyðandi áhrif á allan líkamann og hjálpa honum að losa sig við óæskileg efni sem koma í líkamann í gegnum slæmt mataræði, mengun og snertingu við slæm efni, til að mynda í snyrtivörum.
 1. Eykur kynhvöt
  Rauðrófur eru af mörgum kallaðar „hið náttúrulega Viagra“. Regluleg neysla á rauðrófum er talin auka kynhvöt, bæði karla og kvenna. Ástæðan fyrir þessu er sú að rauðrófur stuðla að auknu blóðflæði líkamans og þar að leiðandi til kynfæra. Þannig stuðla þær að meiri vellíðan og auknu sjálfstrausti.
 1. Vinnur vel gegn bólgum
  Krónískar bólgur í líkamanum geta valdið miklum kvillum út frá sér. Bólur, meltingatruflanir, sýkingar og síþreyta eru allt einkenni bólgusjúkdóma í líkamanum svo fátt eitt sé nefnt. Efnið betalain sem finnst í rauðrófum er talið vinna vel gegn bólgum og getur haft góð áhrif á bólgusjúkdóma og verki.