MSM, 400 Hylki (750mg)

5.990 kr.

MSM, eða The Miracle Supplement einsog það er oft kallað, er ofarlega á lista yfir mest seldu heilsuvörur í heiminum. MSM er náttúruleg brennisteinssameind sem finnst í ferskum og hráum matvælum ásamt því að finnast í rigningarvatni. Brennisteinn er mikilvægt steinefni sem líkaminn þarfnast til þess að starfa eðlilega. MSM verndar líkamann fyrir óæskilegum efnum og hjálpar honum að losa sig við þau slæmu efni sem fyrirfinnast í líkamanum. MSM endurbyggir innri vefi líkamans (eins og lið- og vöðvavefi) og tengir þá saman. MSM getur til að mynda haft frábær áhrif á liðverki og gigt, er gott fyrir húðina og hárið og hjálpar til við að gróa sár og styrkja beinin. MSM hjálpar líkamanum einnig að takast á við streitu og virkar gífurlega bólgueyðandi á allan líkamann.

MSM hylkin frá Sunfood hafa verið rannsökuð frá toppi til táar til þess að ganga úr skugga um að engin utanaðkomandi efni séu í þeim. Gæðalítil MSM bætiefni innihalda oft á tíðum mörg aukaefni sem koma ekki fram í innihaldslýsingunni og geta þau haft skaðleg áhrif. MSM-ið frá Sunfood kemur í vegan hylkjum sem eru auðmeltanleg. MSM virkar best þegar það er tekið á tóman maga og gott C vítamín bætir upptöku þess (eins og til að mynda camu camu).

Uppselt! Kemur innan skamms

Lýsing

Innihald: MSM (Methylsulfonylmethane), Vegetable Capsules (Vegan hylki og hreint vatn).

Gæðastimplar: Vegan, Glútenfrítt.

Notkun: Taktu 2-7 hylki á dag til að hámarka árangurinn frá MSM-inu. (Ath: ekki taka meira en 7 hylki)

Upprunaland: Bandaríkin

 

 

5 heilsubætandi áhrif MSM

 1. Stórkostlegt fyrir húðina
  MSM er nauðsynlegt fyrir kollagen framleiðslu. Þreytt, þurr og hrukkótt húð er allt til komið vegna minnkandi kollagen framleiðslu. MSM (í sameiningu við C vítamín) vinnur að því að endurbyggja nýja, heilbrigða vefi líkamans. MSM getur aukið kollagen framleiðsluna og haft þannig mögnuð áhrif á húðina.
 1. Eykur liðleika
  Rannsóknarmenn hafa talað um að MSM geti aukið liðleika fólks umtalsvert! MSM endurbyggir og tengir saman lið- og vöðvavefi líkamans sem getur haft frábær áhrif á liðleika fólks. MSM smyr þannig og nærir liðina þannig að þeir virki sem best.
 1. Hreinsar líkamann
  Einn af mikilvægustu þáttum MSM er að það hreinsar og detox-ar líkamann á náttúrulegan og heilbrigðan hátt. MSM eykur mátt frumna líkamans til þess að losa sig við eiturefni og önnur óæskileg efni sem setjast að í líkamanum á sama tíma og það hjálpar frumunum að taka inn nauðsynlegan vökva og næringarefni. MSM leysir einnig upp kalsíumfosfat svo það hefur magnaða hæfilega til þess að losa líkamann við „slæma kalsíum-ið“ sem er oft rótin af fjölmörgum sjúkdómum.
 1. Minnkar bólgur
  Allstaðar í heiminum á fólk í erfiðleikum með bólgusjúkdóma, allt frá sykursýki til liðagigtar. Þó margir snúi sér á lyfseðilsskyld lyf til að meðhöndla kvilla þeirra, þá eru aðrir sem fara náttúrulegu leiðina og kjósa margir þeirra MSM. MSM losar frumur líkamans við efnaúrgang sem getur valdið miklum bólgum hvar sem er í líkamanum. Þessi efni læsa sig oft í frumunum og er brennisteinn öflugur til þess að leysa þau upp og losa þau úr líkamanum.
 1. Eykur orku á náttúrulegan hátt
  Þar sem það tekur mikla orku af líkamanum að eiga við eiturefni og önnur óæskileg efni þá getur MSM hjálpað. MSM hjálpar líkamanum að eiga við þessi efni og því getur líkaminn sett þá auka orku sem hann öðlast í aðra hluti eins og til að mynda meltinguna. Talið er að um 70-80% af orku líkamans fari í það að melta. MSM eykur þannig getu líkamans til að melta matinn og hjálpar þannig við upptöku næringarefna sem auka þar að leiðandi orku líkamans.