Moringa Duft, 227gr, Lífrænt

3.290 kr.

Moringa lauf eru næringarlega magnað ofurfæði sem á rætur  sínar að rekja til Asíu. Moringa laufin eru hlaðin náttúrulegum næringarefnum og eru þau best þekkt fyrir að næra líkamann á sama tíma og þau hreinsa hann.

Moringa plantan inniheldur meðal annars 25% plöntuprótein, níu nauðsynlegar aminosýrur, 24% trefjar, K-vítamín, E-vítamín, A-vítamín, kalsíum, járn og andoxunarefni. Með svona mikið úrval af gagnlegum vítamínum og steinefnum er ekki furða að moringa laufin eru talin ein heilsumesta planta veraldar!

Moringa duftið frá Sunfood er kaldpressað og unnið við eins lágt hitastig og mögulegt er. Það gerir það að verkum að laufblöðin varðveita öll þau mikilvægu næringarefni sem tryggir mikla virkni og gæði í duftinu. Engin aukaefni eru notuð í ferlinu sem gerir duftið eins hreint og mögulegt er.

Uppselt! Kemur innan skamms

Lýsing

Innihald: 100% lífrænt moringa duft

Gæðastimplar: Lífrænt, Vegan, Glútenfrítt, CCOF, Non-GMO, Kosher

Notkun: Bættu við moringa dufti út í hristinginn, grautinn, djúsinn eða settu eina teskeið út í heitt vatn og útkoman verður orkumikið te!

Upprunaland: Indland

 

5 heilsubætandi áhrif Moringa duftsins:

 1. Kyssir stressið bless
  Moringa getur haft mjög jákvæð áhrif á stress og kvíða. Moringa inniheldur mikilvæg næringarefni sem hafa góð áhrif á stress hormónið cortisol. Þessi sömu næringarefni geta einnig skerpt á athyglinni sem og að veita líkamanum nýja orku fyrir þá sem eru að berjast gegn stressi.
 1. Heilbrigð húð
  Ef þú ert að glíma við hrukkótta, þurra eða fituga húð þá veitir moringa þér þau vítamín sem gefur þér fallega og heilbrigða húð. Moringa laufin eru stútfull af bæði a- og e- vítamínum sem koma í veg fyrir skemmdir á húðfrumum og hjálpa þér að halda húðinni geislandi og glóandi.
 1. Gefur þér aukna orku
  Moringa duft hjálpar ekki bara til við stress og þreytu heldur gefur þér einnig aukna orku. Orkuaukningin frá moringa kemur meðal annars frá miklu magni járns og kalsíums í plöntunni. Þar sem moringa laufin veita þér náttúrulega orku þá geturu notið hennar án allra aukaverkana sem koffín til að mynda getur valdið.
 1. Sterk og heilbrigð bein
  Brotið eða brákað bein getur valdið verulegu álagi í þínu daglega lífi, sérstaklega hjá þeim sem eru veikir fyrir. Moringa plantan hjálpar til við að halda beinum líkamans heilbrigiðum og hraustum með því að veita þér K-vítamín, prótein og kalsíum sem líkaminn þarfnast daglega.
 1. Bætir meltinguna
  Moringa hjálpar til við að hreinsa og stjórna meltingarveginum með því að halda meltinagarensímum líkamans í góðu jafnvægi. Moringa laufin eru einnig rík af trefjum sem hjálpa líkamanum að brjóta niður matinn. Moringa er einnig talið draga úr óþarfa matarlyst, hjálpa þér að léttast og aðstoða þig við að viðhalda heilbrigðum efnaskiptum í líkamanum.