Matcha Green Tea Duft, 113gr, Lífrænt

3.990 kr.

Matcha duft er sérstök tegund af te-i sem er búið til úr heilum japönskum græn-te laufum. Matcha er þekktur orkugjafi og er 10-15 sinnum kraftmeira heldur en venjulegt grænt te. Þegar matcha er þurrkað og sett í duftform þá veldur það því að næringarefnin haldast betur og bragðið og áhrifin verða sterkari.

Matcha duftið frá Sunfood er 100% hreint og engin aukaefni eru notuð neins staðar í öllu ferlinu.

Uppselt! Kemur innan skamms

Lýsing

Innihald: 100% lífrænt matcha duft

Gæðastimplar: Lífrænt, Glútenfrítt, Vegan, Non-GMO, CCOF, Kosher

Notkun: Settu 1-2 tsk af matcha dufti ofan í hristinginn, grautinn eða ofan í bolla af heitu vatni til að búa til matcha te.

Upprunaland: Japan

 

 

5 heilsubætandi áhrif Matcha duftsins:

 1. Stútfullt af andoxunarefnum
  Matcha er troðfullt af andoxunarefnum. Andoxunarefnin hafa gríðarlega jákvæð áhrif á líkamann og stuðla til að mynda að hægari öldrun og fallegri og yngri húð. Andoxunarefnin hafa einnig mikil bólgueyðandi áhrif á allan líkamann og hjálpa honum að losa sig við vond efni sem koma í líkamann í gegnum slæmt mataræði, mengun og snertingu við óæskileg efni.
 1. Hjálpar til við að slaka á, eykur minni og einbeitingu
  Í margar aldir hefur matcha verið notað af kínverskum Daoistum og japönskum munkum til þess að slaka á og hugleiða en halda samt mikilli einbeitingu í leiðinni. Amínósýran L-Theanine, sem finnst í matcha, hefur mikil áhrif á minnið og einbeitingu fólks. L-Theanine eykur vellíðunar hormónin og taugaboðefnin serótónín og dópamín. Þetta veldur því að fólk sem neytir matcha reglulega getur bætt einbeitinguna sína, minnið sitt og almenna vellíðan.
 1. Bætir orku og úthald og kemur í veg fyrir eftirmiðdagsþreytu
  Samuraiarnir í Japan voru duglegir við að drekka matcha te áður en þeir fóru í bardaga vegna orkugefandi áhrifa þess. Á meðan allt grænt te inniheldur koffín, þá eru orkugefandi áhrif matcha vegna næringarinnar í jurtinni, sem samblandast koffíninu og veitir fólki gríðarlega mikla orku án allra hefbundinna aukaverkana koffíns eins og til dæmis stress og oförvun.
 1. Hjálpar til við að léttast
  Regluleg neysla á matcha hefur sýnt fram á að efnaskiptin í líkamanum hraðast og líkaminn á auðveldara með að brenna fitu. Matcha getur margfaldað getu líkamans til að brenna fitu upp í allt að fjórum sinnum hraðar og öflugar en venjulega, án allra aukaverkana á borð við of hraðan hjartslátt og hás blóðþrýstings.
 1. Hreinsar líkamann
  Um það bil þremur vikum áður en uppskeran af matcha laufunum frá Sunfood er klár þá er jurtin skyggð frá öllu sólarljósi. Þetta veldur því að efnið chlorophyll margfaldast í laufunum. Efnið chlorophyll getur, auk þess að gefa matcha þennan demants græna lit, haft mögnuð áhrif á líkamann og hjálpað honum að hreinsa sig af óæskilegum efnum á borð við þungmálma og önnur eiturefni.