Maca Duft, 227gr, Lífrænt, Hrátt

2.990 kr.

Maca er rótargrænmeti sem vex í Andesfjöllunum í Perú. Inkarnir elskuðu maca og hefur rótin verið notuð í lækningarskyni í Suður Ameríku í margar aldir. Maca er þekkt fyrir að auka styrk og kraft og notuðu hermenn Inkanna til að mynda maca fyrir löng ferðalög og bardaga. Maca duft er talið sérstaklega gott til þess að bæta kyngetu og auka kynhvöt, bæði karla og kvenna.

Maca duftið frá Sunfood hefur það fram yfir aðrar sambærilegar vörur að það er ræktað í mikilli hæð yfir sjávarmáli, burt frá allri mengun og unnið við mjög lágt hitastig. Þetta gerir það að verkum að maca duftið okkar er eins gæðamikið og völ er á.

Uppselt! Kemur innan skamms

Lýsing

Innihald: 100% lífrænt maca duft

Gæðastimplar: Lífrænt, Glútenfrítt, Non-GMO, Hrátt, Vegan, CCOF, Kosher

Notkun: Bættu 1-2 tsk. af maca duftinu í hristinginn, á grautinn, í eftirréttinn, yfir hneturnar eða í raun í hvað sem þér dettur í hug!

Upprunaland: Perú

 

5 heilsubætandi áhrif Maca dufts

 1. Bætir kyngetu og eykur kynhvöt beggja kynja
  Maca kemur jafnvægi á hormónaframleiðslu líkamans og getur aukið kyngetu og frjósemi hjá körlum jafnt sem konum. Maca hefur sérstaklega góð áhrif á estrógen framleiðsluna í líkamanum og hjálpar til við að koma jafnvægi á hana, hvort sem hún er of há eða of lág. Maca hefur einnig sýnt fram á jákvæð áhrif á getuleysi hjá bæði konum og körlum.
 1. Eykur kraft og íþróttagetu
  Maca er vinsælt bætiefni fyrir lyftingarfólk og íþróttamenn. Maca er af mörgum talið hjálpa til við að auka kraft, vöðvamassa og styrk þeirra sem neyta þess. Maca er einnig talið auka úthald og íþróttalega getu fólks.
 1. Inniheldur mikið magn af andoxunarefnum
  Maca er hlaðið hinum ýmsu andoxunarefnum. Andoxunarefnin hafa gríðarlega jákvæð áhrif á líkamann og stuðla til að mynda að hægari öldrun. Andoxunarefnin hafa einnig mikil bólgueyðandi áhrif á allan líkamann og hjálpa honum að losa sig við óæskileg efni sem koma í líkamann í gegnum slæmt mataræði, mengun og snertingu við slæm efni, til að mynda í snyrtivörum.
 1. Eykur orku og bætir skap
  Þeir sem reglulega neyta maca tala um að þeir hafa meiri orku, séu meira vakandi og yfirleitt í betra skapi. Þessi áhrif koma fljótt í ljós eftir að fólk byrjar að nota maca reglulega. Maca hefur með þessu jákvæð áhrif á adrenal hormón líkamans sem hjálpar til við betri líðan og aukið sjálfstraust.
 1. Gríðarlega næringarríkt
  Maca inniheldur gífurlega mikið magn af allskyns næringarefnum. Næringarefni á borð við magnesíum, kalk, potassium, kopar, járn, níasín, b1, b2, b6, ríbóflavín, og c vítamín finnast í maca rótinni. Auk þessara næringarefna inniheldur maca góð prótein, fitu, kolvetni, trefjar og yfir 20 mismunandi og lífsnauðsynlegar amínósýrur.