Golden Milk Super Blend, 170gr, Lífrænt

2.990 kr.

Þessi sæta frábæra ofurblanda inniheldur curcumínríkt túrmerik sem er virkjað með að bæta við svörtum pipar til að auka aðgengi að bólgum líkamans. Maca veitir hormónajafnvægi og veitir þér náttúrulega orku. Goji berin eru náttúrulega sæt og hlaðin andoxunarefnum. Bosweillia styður við ónæmiskerfi líkamans, á meðan  engifer og kardimomma styðja við eðlilega meltinu og að lokum dass af kanil til að gera bragðið unaðslegt!

Golden Milk Super Blend blandan frá Sunfood er 100% lífræn og hrein!

Á lager

Lýsing

 1. Innihald: Turmeric*, maca*, goji ber*, kanill*, stevia*, ginger*, boswellia*, guar gum*, kardimomma*, svartur pipar*,
  *100% hreint og lífrænt.

Gæðastimplar: Lífrænt, Glútenfrítt, Non-GMO, Vegan, CCOF, Kosher

Notkun: Blandaðu 1-2 tsk. af Golden Milk Superblend út á grautinn, í djúsinn, hristinginn eða í mataruppskriftina.

Upprunaland: Bandaríkin

 

5 heilsubætandi áhrif Golden Milk Super Blend

 1. Ríkt af andoxunarefnum
  Blandan er hlaðin hinum ýmsu andoxunarefnum. Andoxunarefnin hafa gríðarlega jákvæð áhrif á líkamann og stuðla til að mynda að hægari öldrun. Andoxunarefnin hafa einnig mikil bólgueyðandi áhrif á allan líkamann og hjálpa honum að losa sig við óæskileg efni sem koma í líkamann í gegnum slæmt mataræði, mengun og snertingu við slæm efni, til að mynda í snyrtivörum.
 1. Bólgueyðandi
  Andoxunarefnið curcumin sem finnst í túrmerik er eitt öflugasta náttúrulega bólgueyðandi efni í heiminum. Margir sérfræðingar hafa talað um að curcumin virkar jafnvel betur en bólgueyðandi lyf á borð við aspirin og íbúfen. Bólgueyðandi áhrif curcumins geta til að mynda haft verulega jákvæð áhrif á vefjagigt og aðra gigtarsjúkdóma og minnka sársauka hjá fólki sem glímir við króníska verki
 1. Hefur jákvæð áhrif á gigtarsjúklinga
  Þar sem túrmerik er þekkt fyrir bólgueyðandi áhrif sín og áhrif á króníska verki hafa rannsóknir sýnt fram á að kryddið getur hjálpað gigtarsjúklingum mikið. Fjölmargir gigtarsjúklingar, hvort sem þeir þjást af vefjagigt eða öðrum gigtarsjúkdómum, hafa talað um að túrmerik hafi jafnvel betri áhrif á gigtareinkenni heldur en venjuleg gigtarlyf!
 1. Hjálpar stífum liðum
  Í blöndunni má meðal annars finna boswellia sem hjálpar til við að losa og slaka á stífum liðum og stuðlar að auknum hreyfanleika liðanna. Blandan er því mjög vinsæl hjá íþróttafólki til dæmis.
 1. Ríkt af næringu
  Maca, goji, túrmerik, boswellia, kardimomma og engifer, allt þetta saman í einni blöndu gerir þetta að næringarsprengju! Næringarefni á borð við magnesium, kalk, kopar, járn, níasín, b1, b2, b6, c- a- og d vítamín. Auk þessara næringarefna inniheldur blandan einnig góð prótein, kolvetni, fitu, trefjar og yfir 20 mismunandi og lífsnauðsynlegar amínósýrur!