Camu Camu Duft, 100gr, Lífrænt, Hrátt

2.990 kr.

Camu camu er ótrúlegur ofurávöxtur uppruninn frá Suður Ameríku. Camu camu berin eru frábær uppspretta af C vítamínum í bland við ýmis andoxunarefni sem hjálpa ónæmiskerfinu. Upprunulega voru camu camu berin notuð af fólki frá Amazon regnskóginum þar sem þau hafa mögnuð áhrif á heilsu fólks.

Camu camu berin frá Sunfood eru handtýnd í skógum Perú og eru án aðkomu allra aukaefna í öllu ferlinu. Þetta gerir camu camu duftið frá Sunfood það gæðamesta sem völ er á.

Uppselt! Kemur innan skamms

Lýsing

Innihald: 100% lífrænt camu camu duft

Gæðastimplar: Lífrænt, Vegan, Glútenfrítt, Hrátt, CCOF, Non-GMO, Kosher

Upprunaland: Perú

Notkun: Settu ¼ – ½ tsk. af camu camu í hristinginn, djúsinn, yfir grautinn eða í eftirréttinn.

 

 

5 heilsubætandi áhrif Camu Camu duftsins:

 1. Innihalda hátt magn af C vítamíni
  Það er ekki hægt að nefna camu camu á nafn án þess að minnast þess hve mikið magn af C vítamíni finnst í berjunum. Camu camu ávöxturinn er talin sú fæða í heiminum sem er hvað ríkust af C vítamíni, vítamínið er gríðarlega mikilvægt líkamanum þar sem það stuðlar að heilbrigðu ónæmiskerfi. Líkami okkar getur ekki búið til C vítamín sjálfur svo mikilvægt er að innbyrða fæðu sem rík er af C vítamínum á hverjum degi.
 1. Hjálpar líkamanum að losa sig við eiturefni
  Í líkama fólks í hinum vestrænu löndum er almennt hátt magn af óæskilegum efnum sem koma í líkamann í gegnum slæmar matarvenjur, mengun og í snertingu við slæm efni (sem eru til að mynda í snyrtivörum). Camu camu inniheldur mikið magn andoxunarefna sem hjálpa líkamanum að losa sig við þessu efni sem getur haft mjög góð áhrif á allan líkamann.
 1. Eyðir bólgum
  Þar sem C vítamín er náttúrulega bólgueyðandi þá er camu camu tilvalin fæða til þess að minnka bólgur í líkamanum. Í camu camu finnast einnig önnur efni á borð við anthocyanin, catechin og flavonol sem hafa öll bólgueyðandi áhrif á líkamann. Saman geta þessi efni haft góð áhrif á þá sem þjást af kvillum á borð við gigt, gyllinæð, hausverk og öðrum bólgusjúkdómum.
 1. Hjálpar til við skapsveiflur
  Rannsóknir hafa sýnt fram á að camu camu getur haft róandi áhrif á líkamann og hjálpar honum að slaka á. Þetta hjálpar til við að koma jafnvægi á skapsveiflur og getur haft jákvæð áhrif á kvíða. Berin innihalda hátt magn af magnesíum og öðrum vítamínum sem vinna saman að því að hjálpa líkamanum að slaka á og getur þetta til að mynda hjálpað fólki sem þjáist af þunglyndi.
 1. Sýkla- og bakteríu drepandi
  Sótthreinsandi áhrif camu camu gera ávöxtinn að frábærri náttúrulegri leið til þess að losa sig við óæskilegar bakteríur og sýkla í líkamanum. Ónæmiskerfið okkar er í stöðugri baráttu við slíkar bakteríur og því er camu camu tilvalið til þess að hjálpa líkamanum að hafa betur í þeirri baráttu.