Cacao Duft, 227gr, Lífrænt, Hrátt

2.490 kr.

Ávöxtur cacao trésins inniheldur litla baun sem er uppruni alls súkkulaðis í heiminum. Cacao duft, í sínu náttúrulega formi, er magnað ofurfæði. Cacao er stútfullt af næringarefnum og kölluðu til að mynda Astekarnir og Mayarnir fæðuna „food of the gods“ eða fæða guðanna.

Cacao duftið frá Sunfood kemur frá sérvöldum lífrænum kakóbaunum í Perú og er unnið við eins lítinn hita og mögulegt er. Baunirnar eru kaldpressaðar sem gerir það að verkum að öll næringarefni þessa magnaða ofurfæðis halda sér í sinni hreinustu mynd.

Á lager

Lýsing

Innihald: 100% lífrænt cacao duft

Gæðastimplar: Lífrænt, Vegan, Glútenfrítt, Non-GMO, Kosher

Notkun: Bættu cacao dufti í hristinginn, á grautinn, eftirréttinn eða búðu þér til lífrænt heitt kakó með alvöru cacao dufti!

Upprunaland: Perú

 

5 heilsubætandi áhrif Cacao duftsins:

 1. Mögnuð uppspretta andoxunarefna
  Hrátt cacao er talið innihalda um 40 sinnum meira magn andoxunarefna en bláber til að mynda. Andoxunarefnin hafa gríðarlega jákvæð áhrif á líkamann og stuðla til að mynda að hægari öldrun. Andoxunarefnin hafa einnig mikil bólgueyðandi áhrif á allan líkamann og hjálpa honum að losa sig við vond efni sem koma í líkamann í gegnum slæmt mataræði, mengun og snertingu við óæskileg efni.
 1. Eykur kynhvöt
  Hefur þú velt því fyrir þér af hverju súkkulaði er svona vinsælt á valentínusardeginum? Cacao inniheldur efnið PEA sem eykur framleiðslu af endorfín hormónum. Þessi hormón leysast til að mynda úr læðingi þegar fólk stundar kynlíf eða verður ástfangið. Aðeins 1 önnur fæða í heiminum, fyrir utan Cacao, er talin innihalda efnið PEA en sú fæða eru blá-grænir þörungar eins og t.d. spirulina.
 1. Eykur orku og dregur úr þreytu og sleni
  Cacao inniheldur eitt mesta magn af magnesíum í heiminum. Meðal annars er talið að helmingur vesturlandabúa séu með magnesíumskort sem getur valdið orkuleysi, þreytu, sleni og heilaþoku.
 1. Hæsta magn af járni úr plönturíkinu
  Cacao duftið frá Sunfood inniheldur um það bil 7.3mg af járni í hverjum 100gr. Til samanburðar þá inniheldur lamba- og nautakjöt um það bil 2.5mg í hverjum 100gr. Cacao er því ein besta (ef ekki sú allra besta) leiðin til þess að auka járngildi líkamans í gegnum plöntufæðu. Járnið í cacao er svokallað „non-heme“ járn (eins og allt annað járn úr plönturíkinu) og því er best að borða C-vítamín ríka fæðu samhliða cacao til þess að auka upptöku járnsins.
 1. Andleg vellíðan
  Cacao inniheldur 4 efni sem öll eru tengd við andlega heilsu og vellíðan. Efnin serotonin, tryptophan, tyrosine og phenylethylamine. Þessi taugaboðefni og amínósýrur geta öll haft jákvæð áhrif á depurð, kvíða og þunglyndi. Cacao er því tilvalið til þess að létta sér lund á heilbrigðan og bragðgóðan hátt!