Acai Maqui Duftblanda, 170gr, Lífrænt

3.990 kr.

Afburðar acai, magnað maqui og brjáluð bláber! Þessi ótrúlega blanda gerir öllum auðvelt að búa til sína eigin næringarríku acai skál heima í eldhúsinu. Þessi ljúffenga formúla er stútfull af andoxunarefnum og hefur að geyma önnur frábær næringarefni eins og rautt maca duft, chia og banana duft. Settu 2 teskeiðar af duftinu í blandara ásamt frosnum banana og möndlumjólk, toppaðu skálina með uppáhalds viðbótum þínum eins og granola eða jarðaberjum og útkoman verður hin fullkomna og fræga acai skál.

Í Sunfood blöndunni er enginn viðbættur sykur, engin bragðbætt efni eða litir og engin rotvarnarefni. Einungis hrein og lífræn efni!

Á lager

Lýsing

Innihald:  Acai duft*, maqui duft*, bláberja duft*, chia duft*, banana duft*, lucuma duft*, rautt maca duft*.

*100% hreint og lífrænt.

Gæðastimplar: Lífrænt, CCOF, Vegan, Glútenfrítt, Kosher

Notkun: Blandaðu 2 tsk. af Acai Maqui duftblöndunni út á grautinn, í djúsinn, hristinginn eða á eftirréttinn.

Upprunarland: Bandaríkin

 

 

5 heilsubætandi áhrif Acai Maqui dufblöndunnar:

 1. Stútfull af andoxunarefnum
  Acai ber eru hlaðin hinum ýmsu andoxunarefnum og eru til að mynda talin innihalda 10 sinnum meira magn af þeim heldur en rauð vínber og 30 sinnum meira magn en rauðvín! Andoxunarefnin hafa gríðarlega jákvæð áhrif á líkamann og stuðla til að mynda að hægari öldrun. Andoxunarefnin hafa einnig mikil bólgueyðandi áhrif á allan líkamann og hjálpa honum að losa sig við vond efni sem koma í líkamann í gegnum slæmt mataræði, mengun og snertingu við óæskileg efni.
 1. Minnkar bólgur
  Allstaðar í heiminum á fólk í erfiðleikum með bólgusjúkdóma, allt frá sykursýki til liðagigtar. Þó margir snúi sér á lyfseðilsskyld lyf til að meðhöndla kvilla þeirra, þá eru aðrir sem fara náttúrulegu leiðina og kjósa margir þeirra Maqui berin. Það gífurlega magn andoxunarefna sem finnst í berjunum eru fullkomin lausn til að draga úr bólgum sem fylgja bólgusjúkdómum og eru berin án allra skaðlegra aukaverkana.
 1. Gríðarlega næringarríkt
  Í blöndunni er til dæmis að finna 100% hreint rautt maca duft sem inniheldur gífurlega mikið magn af allskyns næringarefnum. Næringarefni á borð við magnesíum, kalk, potassium, kopar, járn, níasín, b1, b2, b6, ríbóflavín, og c vítamín finnast í maca rótinni.
 1. Ríkt af Omega 3-fitusýrum
  Omega-3 fitusýrur eru lífnausynlegar hverjum sem er, þær hafa jákvæð áhrif á geð og gigtsjúkdóma sem og að hjálpa til við bólgu- og ónæmisvörnum líkamans.
 1. Heilbrigt kólestról
  Ef þú hefur áhyggjur af hjarta þínu og langar að ganga úr skugga um að það sé heilbrigt þá er afar mikilvægt að hafa stjórn á kólesterólinu. Andoxurnarefnin sem finnast í Maqui og Acai berjum geta í raun og veru styrkt hjartað þitt með því að stöðva oxun kólestróls og draga þannig úr hættu á hjartasjúkdómum, hjartaáfalli eða stífluðum slagæðum. Ein teskeið af Acai Maqui duftblöndunni á dag út á grautinn eða hristinginn og hjartað þitt mun þakka þér!