Acai Duft, 227gr, Lífrænt

4.990 kr.

Acai ber eru magnað ofurfæði sem er upprunið úr Suður Ameríku. Acai ber eru stútfull af andoxunarefnum ásamt því að vera hlaðin öðrum vítamínum, steinefnum, trefjum og amínósýrum. Acai ber innihalda einnig fitusýrur á borð við omega-3. Dökkfjólublái litur acai berja kemur frá efninu anthocyanin sem er eitt öflugasta andoxunarefni í heiminum.

Acai berin frá Sunfood eru handtýnd djúpt í Amazon regnskóginum og frostþurrkuð án aðkomu neinna aukaefna í öllu ferlinu.

Uppselt! Kemur innan skamms

Lýsing

Innihald: 100% lífrænt acai duft

Gæðastimplar: Lífrænt, Frostþurrkað, Vegan, Glútenfrítt, Kosher, Non-GMO, CCOF

Notkun: Bættu 1-2 tsk af acai dufti í hristinginn, djúsinn, á grautinn, á jógúrtina eða á ísinn þinn.

Upprunaland: Brasilía

 

5 heilsubætandi áhrif Acai berja:

 1. Stútfull af andoxunarefnum
  Acai ber eru hlaðin hinum ýmsu andoxunarefnum og eru til að mynda talin innihalda 10 sinnum meira magn af þeim heldur en rauð vínber og 30 sinnum meira magn en rauðvín! Andoxunarefnin hafa gríðarlega jákvæð áhrif á líkamann og stuðla til að mynda að hægari öldrun. Andoxunarefni hafa einnig mikil bólgueyðandi áhrif á allan líkamann og hjálpa honum að losa sig við slæm efni, sem meðal annars myndast vegna lélegs mataræðis, mengunar og snertingu við óæskileg efni.
 1. Yngir og bætir húðina
  Í hundruði ára hefur fólk frá Suður Ameríku notað Acai ber til þess að bæta ástand húðarinnar. Acai ber stuðla að sléttari og fallegri húð og koma í veg fyrir hrukkumyndun. Fólk sem hefur lítið magn andoxunarefna í líkamanum er talið fljótara að fá hrukkur, slitför, þurra og þreytta húð.
 1. Bætir minni, einbeitingu og minnkar stress
  Bólgur og vöntun á andoxunarefnum er talin vera mikilvægt undirliggjandi atriði þegar kemur að minnisleysi og einbeitingarleysi. Þar sem Acai berin geta minnkað bólgur í líkamanum eru þau talin bæta einbeitingu, úthald, orku og hjálpa til að takast á við stress þar sem bólgumyndun í líkamanum hefur mikil áhrif á þetta allt saman. Acai berin eru einnig talin hafa góð áhrif á stresshormónið cortisol.
 1. Jákvæð áhrif á matarlöngun og þyngdartap
  Margir sérfræðingar telja að Acai berin geti haft góð áhrif á matarlöngun þar sem þau innihalda efni sem hafa jákvæð áhrif á blóðsykur. Acai berin hafa einnig góð áhrif á efnaskipti í líkamanum og geta aukið getu líkamans til þess að brenna fitu. Acai berin hjálpa einnig líkamanum að taka inn góð næringarefni, brjóta niður mat í meltingunni og hafa þannig þau áhrif að líkaminn verður síður svangur að óþörfu.
 1. Bætir meltinguna
  Acai ber innihalda mikið magn af trefjum en þau eru einnig talin bæta meltinguna umfram trefjarnar. Acai ber eru talin vera náttúrulegur meltingarhreinsir þar sem þau hjálpa lifrinni og nýrunum að fjarlægja ósækileg efni úr líkamanum. Með þessu minnkar gasmyndun, efnaskipti líkamans aukast og betra jafnvægi kemst á meltinguna.