Ofurfæði

Ofurfæði er heildsala og smásala á hágæða matvörum. Markmið okkar er að upplýsa viðskiptavini og gera þeim kleyft að versla lífrænar og hreinar heilsuvörur á góðu verði. Allar vörurnar okkar eru 100% hreinar gæðavörur sem innihalda engin aukaefni og eru gæði og fagmennska við völd í öllu ferlinu. Við erum stoltir af því að vera með einkaleyfi á vörumerkinu Sunfood sem kemur frá Kaliforníu í Bandaríkjunum.

 

Sunfood vörumerkið

Sunfood er fjölskyldufyrirtæki frá San Diego í Kaliforníu sem var stofnað árið 1995. Frá stofnun hefur fyrirtækið vaxið frá örfáum aðilum upp í fleiri en 100 starfsmenn. Í dag er Sunfood með alla þá helstu gæðastimpla sem fyrirtæki í þessum geira dreymir um að hafa.

 

Saga Sunfood

Sunfood Superfoods var búið til um miðjan tíunda áratuginn á síðustu öld vegna löngunnar til þess að sporna við vaxandi vandamáli í heilsu almennings.

Hinn almenni Bandaríkjamaður var á hinu svokallaða SAD (Standard American Diet) mataræði sem innihélt mikið af unnum matvælum, einföldum kolvetnum, aukaefnum, gerviefnum og næringarsnauðum mat. Þetta mataræði fól í sér mikla aukningu á sjúkdómum, offitu og almennt verri heilsu.

Niðurstaða þessa mataræðis var sú að fólk fór að reiða sig á lækna, lyf, uppskurði og aðrar vestrænar lækningar. Þessar aðferðir höfðu aðeins áhrif á einkenni en hinsvegar hjálpuðu þær ekki við það að vinna á undirliggjandi ástæðum sjúkdómanna.
Það fór því svo að tveir vinir í Suður-Kaliforníu, báðir miklir áhugamenn um heilsu, ákváðu að stofna fyrirtæki sem átti að vinna á undirliggjandi þáttum þessara kvilla sem fólk var að greinast með í sífellt meira magni.

Í kjölfarið á þessu datt inn áhugaverð hugdetta hjá þeim félögum… „Afhverju er það svo, að mörg önnur samfélög í heiminum, bæði í fortíð og nútíð, glíma við lítil sem engin heilsutengd vandamál?“

Þar með byrjaði vegferð þeirra að komast að heilsuleyndarmálum sem voru gleymd hinum nútíma samfélögum.

Þeir ferðuðust til Suður-Ameríku til þess að heimsækja samfélög sem höfðu notast við mat og jurtir í margar aldir til þess að sporna við og lækna hina ýmsu kvilla og sjúkdóma.
Það tók þá félaga ekki langan tíma að komast að því að önnur samfélög víðs vegar um heiminn höfðu gert slíkt hið sama, að nota mat og jurtir til þess að berjast við sjúkdóma, auka lífslíkur, bæta ónæmiskerfið, auka orku og bæta almenna heilsu.

Leitin að þessum ofurfæðum heldur enn áfram til dagsins í dag þar sem Robert DeuPree (Stjórnarformaður Sunfood) leiðir veginn í leit að enn fleiri ofurfæðum sem hjálpa fólki að lækna sig og bæta heilsu sína á náttúrulegan hátt.

Þeir hjá Sunfood trúa því að leyndarmálin að góðri heilsu, orku og langlífi séu að finna í náttúrunni í gegnum mataræði og næringu.

 

Gæði

Það fyrsta sem þú tekur eftir þegar þú kynnir þér Sunfood eru gæðin. Sunfood tryggir hæstu mögulegu gæði matvæla í gegnum lífræna grænmetis bændur og fer til að mynda með hvern einasta skammt í gegnum innanbúðar gæðaeftirlit. Sunfood er með hæstu mögulegu gæðastimpla sem völ er á.

Jafnvel pakkningarnar þeirra eru sérstaklega hannaðar til þess að halda matvælunum ferskari í lengri tíma. Sunfood notast ekki við hefbundnar plastumbúðir heldur eru umbúðirnar þeirra 100% UV, raka og súrefnis prófaðar. Þetta þýðir að oxunin í ofurfæðunni gerist mun hægar sem heldur innihaldinu fersku og bragðgóðu í miklu lengri tíma.

 

Sjálfbærni

Þeir hjá Sunfood telja að það sé þeirra ábyrgð að tryggja það að grænmetisbændurnir og samfélögin sem þeir stunda viðskipti við njóti góðs af þessum viðskiptum til lengri tíma litið. Þeir vilja að bændurnir stækki með þeim og að samfélagið sem bændurnir búa í njóti góðs af því. Þegar Sunfood stækkar, þá munu bændurnir stækka með þeim.

Chad (Framkvæmdastjóri Sunfood) heimsækir bændurna og akrana þeirra reglulega og býður þeim sýna sérfræði þekkingu og aðstoð. Þessar heimsóknir til dreifbýlu og jafnan fjarlægu þorpa, hjálpar Sunfood að setja markmið sín í samhengi og halda sér við efnið.

 

Þekking

Þar sem matvælin og vörurnar sem Sunfood selur koma frá fjarlægum löndum og litlum þorpum sem eru óþekkt flestum, telur Sunfood það vera skyldu sína að upplýsa og kenna viðskiptavininum. Oft getur það meira að segja verið vandamál að bera fram nafnið á þessum ofurfæðum, hvað þá að þekkja heilsubætandi áhrif þeirra.

Sunfood telur að vel upplýstur viðskiptavinur sé besti viðskiptavinurinn. Þeir vilja hjálpa viðskiptavininum að skilja afhverju þessar ofurfæður eru svona ótrúlegar. Hver pakkning af vörum frá Sunfood inniheldur nánari lýsingu á vörunni og það er að sjálfsögðu einnig þannig hjá okkur hjá Ofurfæði.is.

 

Samfélagið

Markmið Sunfood er að bæta þekkingu fólks á hinum ýmsu ofurfæðum og heilsubætandi áhrifum þeirra. Þeir vilja að fleira fólk fari að þekkja þau mögnuðu heilsubætandi matvæli sem móðir náttúra hefur upp á að bjóða, hvar sem það er í heiminum.