Kæri viðskiptavinur

Ofurfæði.is byggir gildi sín á þjónustulund, heiðarleika og trausti. Öll viðskipti við okkur eru trúnaðarmál og við tryggjum viðskiptavinum okkar örugga og góða þjónustu. Greiðslur með greiðslukortum fara í gegnum öruggt greiðslukerfi Borgunar. Upplýsingar kaupanda verða ekki afhendar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

 

Afhending

Pantanir hjá ofurfæði.is eru sendar á næsta pósthús eða heim að dyrum. Pantanir eru afgreiddar innan tveggja virkra daga eftir greiðslu. Innanlandssendingar geta tekið allt að þrjá virka daga að berast. Pöntunum er dreift af Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu pantanna. Allar sendingar Íslandspósts eru með rekjanlegu sendingarnúmeri. Ef vara er ekki til á lager munum við hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar.

 

Verð

Verðin hjá okkur í netverslun innihalda annaðhvort 11% eða 24% virðisaukaskatt. Ofurfæði áskilur sér rétt til þess að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga. Athugið að verð á vörum getur breyst fyrirvaralaust.

 

Sendingarkostnaður

Allar pantanir yfir 10.000kr eru án alls sendingarkostnaðar. Pantanir undir 10.000kr innihalda hinsvegar sendingarkostnað og bætist sá kostnaður við vöru í lok kaupferlis og áður en greiðsla hefur verið innt af hendi. Sendingarkostnaður á pantanir undir 10.000kr er 790kr eða 990kr eftir því hvort sent er heim að dyrum eða á næsta pósthús.

 

Skilafrestur

Viðskiptavinur hefur rétt á því að skila vöru innan 15 daga frá því að hún er afhent. Varan þarf að vera óskemmd, óopnuð og í sínum upprunalegu umbúðum. Kvittun þarf einnig að fylgja. Kostnaður við endursendingu er almennt á ábyrgð kaupanda. Hinsvegar tekur ofurfæði á sig kostnað við endursendingu ef varan reynist gölluð.

 

Millifærslur

Hægt er að greiða fyrir vörur með millifærslu og óskum við eftir því að staðfesting á greiðslu sendist á netfangið [email protected]

 

Greiðslukort

Hægt er að greiða fyrir vörur með öllum helstu kreditkortum og fara allar greiðslur hjá okkur í gegnum Borgun.

 

Netgíró

Netgíró bjóða viðskiptavinum upp á einfaldan, öruggan og þægilegan greiðslumáta. Netgíró eru kortalaus viðskipti á netinu. Til þess að nýta sér netgíró þarf að sækja um aðgang inná www.netgiro.is. Viðskiptavinur þarf síðan að slá inn kennitölu og lykilorð í lok kaupferlisins hjá okkur. Greiðsluseðill birtist þá inn á netbanka viðskiptavinar sem honum býðst að greiða innan 14 daga án vaxta.

 

Upplýsingar um Ofurfæði ehf.

Ofurfæði ehf.
Hraunbraut 30, 200 Kópavogur
Sími: 6591203 eða 8467766
Netfang: [email protected]
VSK númer: 130714