Hvað er ofurfæði?

Ofurfæði er matur sem inniheldur óvenju hátt magn af næringarefnum sem hafa mikil- og heilsubætandi áhrif á líkamann.

Ofurfæða er yfirleitt framandi og finnst ekki auðveldlega í hinni hefbundnu matvöruverslun.

Við teljum að besta ofurfæðan sé lífrænt vottuð, non-GMO og hrá ef mögulegt.

Mikilvæg einkenni ofurfæðu er að hún er há í andoxunarefnum, vítamínum og öðrum efnum sem fara hverfandi úr hinu almenna vestræna fæði.

Margar af ofurfæðunum okkar hafa verið hluti af frumbyggja samfélögum í þúsundir ára. Fólkið sem neytti þeirra fann fyrir áhrifum þeirra og áttaði sig á jákvæðum áhrifum sem þær höfðu.

Það er okkar markmið að gera þessar ofurfæður aðgengilegar öllum þeim sem vilja náttúrulegar leiðir til þess að auka orku sína, bæta ónæmiskerfið, stuðla að langlífi og almennt góðri heilsu.

Auðveldasta leiðin til þess að byrja að bæta ofurfæðum í fæðuna þína er með Supergreens duftinu okkar sem inniheldur 19 ofurfæður.

 

Hvaða ofurfæði hentar mér?

Frábær leið til þess að kanna heim ofurfæðanna er að huga að því hvaða áhrifa þú sjálf/sjálfur sækist eftir.

Ertu að leita að því að styrkja ónæmiskerfið þitt? Auka orku? Bæta meltingu? Auka kynhvöt? Eða ertu að leita að einhverjum sérstökum næringarefnum á borð við B12 eða járn? Við bjóðum upp á fjöldan allan af hinum ýmsu ofurfæðum sem allar hafa sín sérstöku heilsubætandi áhrif sem þú getur lesið um við hverja vöru fyrir sig á síðunni okkar.

Við erum einnig með hinar ýmsu ofurfæði blöndur, ýmist með eða án próteins, sem er tilvalin leið til þess að bæta við ljúffengum ofurfæðum í fæðuna hjá sér.

Ertu enn ekki viss hvaða ofurfæði hentar þér? Sendu okkur þá tölvupóst á [email protected] og við hjálpum þér!

 

Hvað þýðir það að vörurnar séu lífrænar og óerfðabreyttar (Non-GMO)?

Lífræn matvæli eru framleidd án þess að notuð séu nokkur einustu skaðleg eða eitruð efni í öllu ferlinu. Rotvarnarefni, skólp, skordýraeitur, jarðolía, jónandi geislun og álíka efni eru því miður orðin síalgengari í matvælum fólks í hinum vestræna heimi. Lífræni stimpillinn er því vottun að engin aukaefni voru notuð eða komu nálægt í öllu framleiðsluferlinu og að engin hormóna eða sýklalyf voru notuð. Óerfðabreytti stimpillinn (Non-GMO) segir síðan til um að matvælin séu ekki erfðabreytt á nokkurn hátt.

Lífrænn matur er töluvert næringarríkari og hollari og fer almennt miklu betur með plánetuna okkar.

Rannsóknir hafa sýnt okkur að lífrænt ræktuð matvæli innihalda töluvert meira magn af C vítamínum, magnesíum, fosfór og járni – svo dæmi sé tekið. Öll þessi næringarefni eru gríðarlega mikilvæg heilsu okkar.

Lífrænir grænmetisbændur einbeita sér að því að vernda jarðveginn fyrir komandi kynslóðir, halda honum næringarríkum og styðja við mikilvægar lífverur (eins og orma!). Lífrænir bændur stuðla að endurnýtingu jarðvegsins og koma í veg fyrir jarðvegseyðileggingu, mengun grunnvatns, dauðasvæða á hafinu og stuða að líffræðilegri fjölbreytni.

 

Hvað er hráfæði?

Matvæli sem eru merkt „Raw“ eða hrá eru matvæli sem hafa ekki verið hituð yfir 47 gráðu hita. Þetta þýðir að þau eru ekki elduð, bökuð né ristuð. Maturinn kemur þannig í sinni náttúrulegustu mynd frá uppskerunni, laus við hita og aukaefni.

Við trúum því að lághitastigs framleiðsla hjálpi vörunum okkar að halda ensím-starfseminni sinni, vítamínunum og öðrum næringarefnum í hámarki.

Það eru hinsvegar til ákveðnar tegundir af ofurfæði sem við teljum að séu gæðameiri þegar það er ekki alveg hrátt. Þessar ofurfæður hafa því alveg jafn mikil gæði og allar hinar ofurfæðurnar og eru að sjálfsögðu lífrænar og óerfðabreyttar.

 

Afhverju Sunfood?

Gæði

Það fyrsta sem þú tekur eftir þegar kemur að Sunfood eru gæðin. Sunfood tryggir hæstu mögulegu gæði matvæla í gegnum lífræna grænmetis bændur og fer til að mynda með hvern einasta skammt í gegnum innanbúðar gæðaeftirlit. Sunfood er með hæstu mögulega gæðastimpla sem völ er á.

Jafnvel pakkningarnar þeirra eru sérstaklega hannaðar til þess að halda matvælunum ferskari í lengri tíma. Sunfood notast ekki við hefbundnar plastumbúðir heldur eru umbúðirnar þeirra 100% UV, raka og súrefnis prófaðar. Þetta þýðir að oxunin í ofurfæðunni gerist mun hægar sem heldur innihaldinu fersku og bragðgóðu í miklu lengri tíma.

Sjálfbærni

Þeir hjá Sunfood telja að það sé þeirra ábyrgð að tryggja það að grænmetisbændurnir og samfélögin sem þeir eru í viðskiptum við njóti góðs af þessum viðskiptum til lengri tíma litið. Þeir vilja að bændurnir stækki með þeim og að samfélagið sem bændurnir eru í njóti góðs af því. Þegar Sunfood stækkar, þá munu bændurnir stækka með þeim.

Chad (framkvæmdastjóri Sunfood) heimsækir bændurna og akrana þeirra reglulega og býður þeim sýna sérfræðiþekkingu og hjálp. Það að heimsækja þessi dreifbýlu og jafnan fjarlægu þorp, hjálpar Sunfood að setja markmið sín í samhengi og halda sér við efnið.

Þekking

Þar sem að matvælin og vörurnar sem Sunfood selur koma frá fjarlægum löndum og litlum þorpum sem eru óþekkt flestum, telur Sunfood það vera skyldu sína að upplýsa og kenna viðskiptavininum. Oft getur það meira að segja verið vandamál að bera fram nafnið á þessum ofurfæðum, hvað þá að þekkja heilsubætandi áhrif þeirra.

Sunfood telur að vel upplýstur viðskiptavinur sé besti viðskiptavinurinn. Þeir vilja hjálpa viðskiptavininum að skilja afhverju þessar ofurfæður eru svona ótrúlegar. Hver pakkning af vörum frá Sunfood inniheldur nánari lýsingu á vörunni og það er að sjálfsögðu einnig þannig hjá okkur hjá Ofurfæði.is

Samfélagið

Markmið Sunfood er að bæta þekkingu fólks á hinum ýmsu ofurfæðum og heilsubætandi áhrifum þeirra. Þeir vilja að fleira fólk fari að þekkja þau mögnuðu heilsubætandi matvæli sem móðir náttúra hefur upp á að bjóða, hvar sem það er í heiminum.